Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 20:27
Elvar Geir Magnússon
Gengið frá ráðningu á Arnari á morgun
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson tekur við íslenska landsliðinu.
Arnar Gunnlaugsson tekur við íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stjórnarfundur hjá KSÍ á morgun og þar verður gengið frá ráðningu á Arnari Gunnlaugssyni sem landsliðsþjálfara. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Samkomulag er í höfn milli Arnars og KSÍ en eins og fjallað var um í dag þá þarf KSÍ að greiða Víkingi fyrir Arnar, sem átti eitt ár eftir af samningi sínum. KSÍ mun enda með að greiða 10-15 milljónir til Víkings.

Eftir að Age Hareide lét af störfum sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, að efst á óskalistanum væri að ráða íslenskan þjálfara.

Tveir íslenskir þjálfarar voru boðaðir í viðtöl; Arnar og Freyr Alexandersson. Freyr gaf KSÍ tækifæri á að bjóða sér samning sem sambandið gerði ekki og virðist sem Arnar hafi verið efstur á blaði hjá Þorvaldi. Eftir að Freyr samdi við Brann í Noregi var svo ljóst í hvað stefndi.

Fyrsta verkefni Arnars sem landsliðsþjálfari verða umspilsleikir gegn Kosóvó í Þjóðadeildinni í mars og svo tekur við undankeppni HM næsta haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner