Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 10:44
Elvar Geir Magnússon
KSÍ þarf að opna veskið til að fá Arnar frá Víkingi
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ er í viðræðum við Víking um greiðslur til félagsins fyrir að fá Arnar Gunnlaugsson sem nýjan landsliðsþjálfara. Allt bendir til þess að Arnar taki við Íslandi en fyrst þarf KSÍ að semja við félag hans.

Arnar hefur gert gríðarlega góða hluti sem þjálfari Víkings en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Þeir sérfræðingar sem Fótbolti.net hafa rætt við í morgun telja að KSÍ muni enda með að greiða 10-15 milljónir til Víkings fyrir að fá Arnar.

Þess má geta að það er talin svipuð upphæð og Víkingur muni svo borga HK fyrir að fá sóknarmanninn Atla Þór Jónasson.

Líklegt er að Arnar fái að klára einvígi Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni áður en hann lætur af störfum hjá Víkingi en það fer fram í næsta mánuði. Hann myndi þá sinna báðum störfum samhliða fyrstu vikurnar.

Það ætti að vera formsatriði fyrir KSÍ að semja við Arnar sjálfan en hann hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á því að taka starfið og segir að fundirnir með sambandinu hafi gengið vel.

Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara Íslands verða umspilsleikir gegn Kosóvó í Þjóðadeildinni í mars og svo tekur við undankeppni HM næsta haust

Búist við því að Sölvi taki við Víkingum
Eins og við höfum fjallað um er fastlega gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen taki við Víkingsliðinu af Arnari. Sölvi hefur verið aðstoðarmaður hans og þá hefur hann verið í teymi íslenska landsliðsins og aðstoðað með varnarleik og föst leikatriði.
Athugasemdir
banner
banner
banner