Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 15:11
Elvar Geir Magnússon
Baraja nýr stjóri Valencia (Staðfest)
Valencia á Spáni hefur ráðið Ruben Baraja sem nýjan stjóra en þessi fyrrum miðjumaður liðsins er í dag 47 ára og er tíundi fastráðni stjóri félagsins á innan við níu árum.

Gennaro Gattuso var rekinn frá Valencia í síðasta mánuði, eftir aðeins sjö mánuði í starfi.

Baraja lék 364 leiki fyrir Valencia milli 2000 og 2010 og lék 43 landsleiki fyrir Spán.

Valencia hefur tapað sex af síðustu sjö deildarleikjum, liðið er þriðja neðsta lið La Liga og er einu stigi frá öruggu sæti.

Í yfirlýsingu frá Valencia segir að 'Pipo' sé mættur heim en Baraja hefur stýrt Elche, Rayo Vallecano, Sporting Gijon, Tenerife og Real Zaragoza á ferli sínum.

Voro Gonzalez tók við Valencia til bráðabirgða eftir að Gattuso var rekinn. Þetta var í áttunda sinn sem hann tekur við liðinu til bráðabirgða en það tapaði alla þrjá leiki hans við stjórnvölinn.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner