Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2023 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Messi mættur aftur - Meiðslavandræði hjá Tottenham
Mynd: EPA

16 liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast í kvöld með tveimur leikjum. AC Milan fær Tottenham í heimsókn og svo er risa leikur í Frakklandi þar sem PSG fær Bayern Munchen í heimsókn.


Rodrigo Bentancur er frá út tímabilið hjá Tottenham en Papa Sarr og Oliver Skipp eru á miðjunni í kvöld. Þá er Fraser Forster áfram í markinu í fjarveru Hugo Lloris.

Hjá AC Milan var búist við því að Fikayo Tomori væri klár í slaginn en hann er ekki í hópnum í kvöld. Þá er aðalmarkvörður liðsins, Mike Maignan, búinn að vera meiddur í fjóra mánuði en er hægt og rólega að koma til baka.

Hjá PSG er Lionel Messi mættur aftur eftir að hafa misst af leik liðsins gegn Monakó vegna meiðsla, hann er með Neymar í fremstu víglínu. Hinn 16 ára gamli Warren Zaire-Emery er á miðri miðjunni.

Joshua Kimmich er í byrjunarliði Bayern en hann var ekki með um helgina. Þá meiddist Thomas Muller um helgina en hann er á bekknum í kvöld. Sadio Mane er enn frá vegna meiðsla.

AC Milan: Tatarusanu, Thiaw, Kalulu, Kjaer, Hernandez, Saelemaekers, Krunic, Tonali, Diaz, Giroud, Leao.

Tottenham: Forster, Emerson, Romero, DIer, Lenglet, Perisic, Sarr, Skipp, Kulusevski, Kane, Son.

PSG: Donnarumma, Hakimi, Marquinhos, Ramos, Nuno Mendes, Danilo, Verratti, Zaire-Emery, Carlos Soler, Messi, Neymar.

Bayern: Sommer, Pavard, Upamecano, De Ligt, Cancelo, Kimmich, Goretzka, Coman, Sane, Musiala, Choupo-Moting.


Athugasemdir
banner
banner