þri 14. febrúar 2023 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Crouch: Hópurinn hjá Tottenham ekki nógu sterkur
Peter Crouch
Peter Crouch
Mynd: Getty Images

Tottenham tapaði fyrri leik liðsins gegn AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á útivelli.


Leiknum lauk með 1-0 sigri ítalska liðsins en margir sterkir leikmenn voru fjarverandi hjá Tottenham.

Menn á borð við Fraser Forster, Oliver Skipp og Pape Sarr voru í byrjunarliðinu en Peter Crouch fyrrum leikmaður Tottenham og sérfræðingur hjá BT Sport hefur áhyggjur af liðinu.

„Stuðningsmenn eru ekki sáttir, það eru búið að vera mikið umtal í kringum stjórnina, kaupin hjá þeim. Það er leikur í útsláttakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og með fullri virðingu fyrir Oliver Skipp og Sarr þá voru þeir frábærir í dag en þú vilt ekki fara inn í þennan leik með þá," sagði Crouch.

„Besta byrjunarliðið er fínt en þar fyrir utan eru vandamál, hópurinn hjá Tottenham er ekki nógu sterkur, það þarf að kaupa inn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner