Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
De Rossi rekinn
SPAL hefur staðfest brottrekstur Daniele De Rossi en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð í ítölsku B-deildinni.

De Rossi var ráðinn til SPAL fyrir fjórum mánuðum en undir hans stjórn hefur liðið aðeins unnið þrjá af sextán deildarleikjum, gert sex jafntefli og tapað sjö.

Aðstoðarmenn De Rossi hafa einnig yfirgefið félagið.

De Rossi fékk Radja Nainggolan, sinn gamla liðsfélaga frá Roma, á frjálsri sölu í janúarglugganum. Getgátur voru um að Nainggolan myndi einnig yfirgefa félagið nú þegar De Rossi er farinn en hann hefur blásið á þær sögusagnir.

Nainggolan, sem er 34 ára, skoraði og lagði upp mark í sínum fyrsta leik með SPAL þann 4. febrúar en gat ekki komið í veg fyrir 4-3 tap á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner