Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
„Ekki láta ykkur bregða ef Nunez skorar 25 mörk á næsta tímabili“
Mynd: EPA
Mohamed Salah og Cody Gakpo skoruðu mörkin þegar Liverpool vann 2-0 sigur gegn Everton í gær. Liverpool liðið fann loksins almennilegan takt og margir leikmenn sem hafa haft hægt um sig í vetur sýndu sitt rétta andlit.

Dominic King, blaðamaður Daily Mail, gaf Darwin Nunez smá pláss í skrifum sínum um leikinn. Nunez átti stoðsendingu í leiknum og stuðningsmenn á Anfield stóðu upp og klöppuðu þegar hann var tekinn af velli.

„Hann verðskuldaði þessar viðtökur. Úrúgvæinn hefur af mörgum verið gerður að sökudólg í vandræðum Liverpool en þá er horft framhjá svo mörgu," skrifar King.

„Jú vissulega hefur Nunez verið í vandræðum með að klára færin og ætti að vera kominn með fleiri mörk. Það hefur verið glampi í augum Jurgen Klopp þegar hann talar um hann og það verður að horfa til þeirra framfara sem sóknarmenn hafa tekið undir hans stjórn í gegnum tíðina."

„Mo Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane eru augljós dæmi um töfrana sem Klopp hefur framkallað. Nunez getur orðið afskaplega góður, hann er með leifturhraða eins og hann sýndi þegar hann lagði upp markið hjá Salah. Nunez getur náð í fremstu röð, ekki láta ykkur bregða ef hann skorar 25 mörk á næsta tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner