Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   þri 14. febrúar 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fá einungis helminginn til baka ef Maguire verður seldur
Mynd: Getty Images
Manchester United keypti Harry Maguire á 80 milljónir punda frá Leicester sumarið 2019. Ef félagið selur hann í sumar, eins og slúðrað hefur verið um, þá mun félagið væntanlega sjá talsvert lægri upphæð koma inn á reikninginn sinn.

Daily Mail fjallar um að Man Utd geti ekki búist við því að fá meira en 40 milljónir punda fyrir Maguir ef hann verður seldur.

Fyrirliðinn er ekki framarlega í goggunarröðinni hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins. Maguire er fyrir aftan bæði Raphael Varane og Lisandro Martínez og þá hefur vinstri bakvörðurinn Luke Shaw verið að spila í hjarta varnarinnar áður en Ten Hag horfir til Maguire. Það má segja að hann sé í 4. eða 5. í röðinni ásamt Victor Lindelöf.

Hann var í byrjunarliðinu gegn Leeds á sunnudag og var það einungis fimmti deildarleikurinn sem hann byrjar á tímabilinu.

Sjá einnig:
Klár þegar kallið kemur - „Set liðið mörgum mílum á undan sjálfum mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner