Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 14. febrúar 2023 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan Kári og finnskur unglingalandsliðsmaður til FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH hefur staðfest komu Kjartans Kára Halldórssonar til félagsins á lánssamningi frá FK Haugesund. Þessi 19 ára gamli leikmaður var markahæstur í Lengjudeildinni síðasta sumar þegar hann lék með Gróttu.


Hann skoraði þar 17 mörk í 19 leikjum og var síðan seldur til Haugasund en kemur nú aftur heim og spilar í Hafnarfirðinum í sumar.

FH tilkynnti einnig komu finnska u21 árs landsliðsmannsins Eetu Mömmö frá Lecce.

Hann hefur leikið með varaliði félagsins undanfarið ár en hann kom frá finnska félaginu Ilves þar sem hann lék 31 leik og skoraði fimm mörk.

Hann er kannt maður og vængbakvörður með sterkan vinstri fót. Eetu er kantari og vængbakvörður, með góðan vinstri fót, kraftmikill og ber almennt af sér góðan þokka.

„Annar Finninn sem gengur til liðs við okkur á þessu tímabili og vonum við svo sannarlega að þeir finni sig í Kaplakrika á komandi tímabili," segir í tilkynningu frá félaginu en Dani Hatakka gekk til liðsins frá Keflavík.

Komnir

Dani Hatakka frá Keflavík
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá Leikni
Kjartan Henry Finnbogason frá KR
Sindri Kristinn Ólafsson frá Keflavík
Kjartan Kári Halldórsson frá Haugesund á láni
Eetu Mömmö frá Lecce

Farnir

Atli Gunnar Guðmundsson
Guðmundur Kristjánsson í Stjörnuna
Gunnar Nielsen
Kristinn Freyr Sigurðsson í Val
Matthías Vilhjálmsson í Víking


Athugasemdir
banner
banner
banner