Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 20:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Man Utd á báðum áttum með mögulega endurkomu Greenwood

Manchester United er að rannsaka mál Mason Greenwood en allar ákærur á hendur honum voru lagðar niður. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, ofbeldisfulla hegðun og líkamsárás gegn kærustu sinni.


Það er ljóst að rannsókn félagsins muni taka tíma og hann muni því ekki spila á þessu tímabili.

Það er hins vegar spurning hvort liðið komist að þeirri niðurstöðu að leyfa honum að snúa aftur. Leikmenn kvennaliðs félagsins eru sagðar hafa áhyggjur af því að hann snúi aftur á æfingasvæði félagsins.

Þá er talað um í breskum fjölmiðlum í dag að samherjar hans hjá karlaliðinu skiptist í fylkingar. Sumir hafa áhyggjur að því að hann snúi aftur en aðrir telja að hann sé velkominn eftir að ákæra á hendur leikmannsins voru felldar niður.

Mirror reyndi að fá athugasemd frá félaginu sem neitaði að svara.


Athugasemdir
banner