Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. febrúar 2023 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Líkir Zaire-Emery við Rooney
Mynd: Getty Images
Hinn 16 ára gamli Warren Zaire-Emery, leikmaður PSG heillaði Joe Cole upp úr skónum í fyrri hálfleik liðsns gegn Bayern Munchen í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Zaire-Emery er yngsti leikmaðurinn til að byrja leik í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar en Cole líkti honum við Wayne Rooney, fyrrum framherja Manchester United og enska landsliðsins.

„Hann er ótrúlega efnilegur, líkamlega minnir hann mig á Wayne Rooney, stærðin á lærunum á honum og hann er bara 16 ára. Hann er nú þegar orðinn karlmaður. Við töluðum um hugarfarið hans, þegar þú skorar þitt fyrsta mark missir þú þig algjörlega en hann skokkar bara í burtu, sallarólegur," sagði Cole en Zaire-Emery skoraði sitt fyrsta mark gegn Montpellier á dögunum.

Þegar þetta er skrifað er Bayern Munchen með eins marks forystu en það var Kingsley Coman sem kom liðinu yfir gegn sínu gamla félagi.


Athugasemdir
banner
banner
banner