Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 14. febrúar 2023 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að leikmenn Tottenham þoli ekki pressu - „Hafa leikið stóra leiki"

Antonio Conte stjóri Tottenham segir að nokkrir leikmenn í liðinu eigi erfitt með að höndla pressu. Harry Redknapp fyrrum stjóri liðsins hefur ekki mikla trú á því.


„Við erum að vinna í þessu, að spila undir mikilli pressu er gott fyrir suma en slæmt fyrir aðra. Stundum eru leikmenn mótiveraðir, stundum undir svo mikilli pressu að þeir standa sig ekki. Stundum eiga þeir góða leiki og stundum brotna þeir undan pressunni. Við verðum að vinna í því," sagði Conte.

Leikmenn Tottenham hafa margir hverjir mikla reynslu af stórum leikjum svo Redknapp trúir þessu takmarkað.

„Ég sé þetta ekki. Hann er með leikmenn sem hafa leikið stóra leiki. Cristian Romero spilaði með heimsmeisturunum. Richarlison spilaði fyrri Brasilíu á HM, Harry Kane, Son, þeir hljóta að höndla pressu," sagði Redknapp.


Athugasemdir
banner