Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes vonsvikinn með Doucoure og finnur til með Slot
Jones var ekki kátur með Doucoure og fengu þeir báðir rautt.
Jones var ekki kátur með Doucoure og fengu þeir báðir rautt.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Abdoulaye Doucoure fékk rautt spjald í lok leiks Everton og Liverpool á miðvikudag. Í fréttaflutningi BBC kemur fram að hann hafi orðið fyrir rasisma.

„Það er í lagi með hann. Ég var svekktur með að hann fékk rauða spjaldið. Félagið mun skoða þetta mál. Þetta var tilfinningaríkt kvöld þar sem allir tóku þátt. Við vorum að spila gegn mjög góðu liði Liverpool, sennilega besta liði Evrópu, og við þurftum að vinna okkar vinnu eins vel og við gerðum," sagði David Moyes, stjóri Everton, á fréttamannafundi í dag.

Doucoure fékk sitt annað gula spjald eftir lokaflautið í kjölfarið á því að hann virtist ögra stuðningsmönnum Liverpool. Curtis Jones kom askvaðandi og reif í Doucoure og fékk sömuleiðis rautt.

Í kjölfarið á því fékk svo Arne Slot, stjóri Liverpool, rautt spjald eftir viðskipti við Michael Oliver dómara leiksins.

„Ég finn svolítið til með Arne Slot því þetta er eitthvað sem ég var alltaf að koma mér í þegar ég var ungur stjóri. Þetta segir mér að honum þykir vænt um félagið og berst fyrir leikmennina sína."

„Ég var vonsvikinn með Doucoure því hann spilaði svo góðan leik og gerði virkilega vel fyrir liðið. Hann myndi örugglega ekki gera það sem hann gerði ef hann fengi annað tækifæri. En þetta gefur ekki öðrum leyfi til að beita þig ofbeldi. Ef það átti sér stað, þá er það alls ekki í lagi,"
sagði Moyes.
Athugasemdir
banner
banner
banner