Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   fös 14. febrúar 2025 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norrköping vill framlengja við Arnór Ingva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Expressen í Svíþjóð segir frá því að Norrköping vilji framlengja samning sinn við Arnór Ingva Traustason.

Arnór verður 32 ára í apríl og hefur verið algjör lykilmaður í sænska liðinu síðustu tímabil. Núgildandi samningur gildir út tímabilið 2026. Félagið og Arnór eru sögð í viðræðum um nýjan samning.

Í lok janúargluggans var sagt frá því að Burton Albion hefði boðið í Arnór en sænska félagið sagði nei.

Arnór á að baki 63 landsleii og hefur í þeim skorað sex mörk. Hann hefur síðustu ár spilað á miðjunni í landsliðinu eftir að hafa verið á kantinum þar á undan.
Athugasemdir
banner
banner
banner