Expressen í Svíþjóð segir frá því að Norrköping vilji framlengja samning sinn við Arnór Ingva Traustason.
Arnór verður 32 ára í apríl og hefur verið algjör lykilmaður í sænska liðinu síðustu tímabil. Núgildandi samningur gildir út tímabilið 2026. Félagið og Arnór eru sögð í viðræðum um nýjan samning.
Í lok janúargluggans var sagt frá því að Burton Albion hefði boðið í Arnór en sænska félagið sagði nei.
Arnór verður 32 ára í apríl og hefur verið algjör lykilmaður í sænska liðinu síðustu tímabil. Núgildandi samningur gildir út tímabilið 2026. Félagið og Arnór eru sögð í viðræðum um nýjan samning.
Í lok janúargluggans var sagt frá því að Burton Albion hefði boðið í Arnór en sænska félagið sagði nei.
Arnór á að baki 63 landsleii og hefur í þeim skorað sex mörk. Hann hefur síðustu ár spilað á miðjunni í landsliðinu eftir að hafa verið á kantinum þar á undan.
Athugasemdir