Víkingur vann frábæran sigur á Panathinaikos í Helsinki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær.
Víkingar voru hins vegar afar óheppnir undir lokin þegar Harald Hagen, dómari leiksins, dæmdi Daníel Hafsteinsson brotlegan og dæmdi víti.
Víkingar voru hins vegar afar óheppnir undir lokin þegar Harald Hagen, dómari leiksins, dæmdi Daníel Hafsteinsson brotlegan og dæmdi víti.
Hagen gaf til kynna að hann hafi dæmt á hendi en eftir að hafa skoðað atvikið í VAR sá hann að boltinn fór aldrei í hendina á Daníel. Hann sá hins vegar að hann fór með höndina í brjóstkassann á leikmanni Panathianikos og dæmdi víti.
James Horncastle, sem lýsti leiknum á TNT Sport, leist ekkert á blikuna þegar dómarinn ætlaði að dæma víti fyrir hendi en það batnaði ekki þegar Hagen fór í vitlausan skjá.
„Hann er ekki með VAR á hreinu, hann fór í vitlausan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum, þetta er slæm byrjun hjá dómaranum," sagði Horncastle.
Athugasemdir