Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dómarinn fór í rangan skjá áður en hann dæmdi víti á Víkinga
Mynd: EPA
Víkingur vann frábæran sigur á Panathinaikos í Helsinki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær.

Víkingar voru hins vegar afar óheppnir undir lokin þegar Harald Hagen, dómari leiksins, dæmdi Daníel Hafsteinsson brotlegan og dæmdi víti.

Hagen gaf til kynna að hann hafi dæmt á hendi en eftir að hafa skoðað atvikið í VAR sá hann að boltinn fór aldrei í hendina á Daníel. Hann sá hins vegar að hann fór með höndina í brjóstkassann á leikmanni Panathianikos og dæmdi víti.

James Horncastle, sem lýsti leiknum á TNT Sport, leist ekkert á blikuna þegar dómarinn ætlaði að dæma víti fyrir hendi en það batnaði ekki þegar Hagen fór í vitlausan skjá.

„Hann er ekki með VAR á hreinu, hann fór í vitlausan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum, þetta er slæm byrjun hjá dómaranum," sagði Horncastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner