Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. mars 2023 08:25
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Albert fékk símtal frá Arnari - Í hópnum á morgun?
Icelandair
Albert Guðmundsson á Laugardalsvelli.
Albert Guðmundsson á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM. Mesta umræðan hefur verið um það hvort Albert Guðmundsson verði í hópnum.

Fréttablaðið segir Arnar hafa tekið upp símann og spjallað við Albert en ekki fylgir sögunni hver niðurstaðan hafi verið og hvort leikmaðurinn verði í hópnum.

Sagt er að Arnar hafi átt frumkvæðið og kannað hug Alberts til að snúa aftur í íslenska landsliðsbúninginn.

Albert er 25 ára og hefur skorað sex mörk í 27 leikjum í ítölsku B-deildinni í vetur. Hann hefur verið sérstaklega heitur síðustu vikur en hefur á ferli sínum ekki náð að verða þá lykilmaður í landsliðinu sem vonast var eftir.

Albert hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum frá því í júní á síðasta ári. Hann var ekki valinn í septemberverkefni landsliðsins þar sem Arnar var ósáttur við hugarfar hans og talaði um að hann væri ekki að leggja sig allan fram.

Eins og áður segir verður landsliðshópur Íslands opinberaður á morgun, leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu ytra á fimmtudaginn í næstu viku og svo nokkrum dögum síðar gegn Liechtenstein. Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.net var með vangaveltur í síðustu viku um hvernig hópurinn mun hugsanlega líta út.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner