Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   fös 14. mars 2025 10:22
Elvar Geir Magnússon
Ísland upp um flokk og England komið með fimmta Meistaradeildarsætið
Víkingur gerði góða hluti í Sambandsdeildinni.
Víkingur gerði góða hluti í Sambandsdeildinni.
Mynd: Víkingur
Sævar Pétursson.
Sævar Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir úrslitin í Evrópuleikjum vikunnar er ljóst að Ísland kemst upp um flokk á styrkleikalista UEFA. Íslensk félagslið hafa verið að ná mun betri árangri en áður í Evrópukeppnum undanfarin ár.

„Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta," skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á X.

Að komast upp um flokk þýðir að bikarmeistararnir á þessu ári munu fara í forkeppni Evrópudeildarinnar. Eitt af Sambandsdeildarsætunum okkar breytist í Evrópudeildarsæti.

Íslandsmeistararnir í ár fara í forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið sem endar í öðru sæti Bestu deildarinnar mun fara beint inn í aðra umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar, ekki inn í fyrstu umferð. Liðið í þriðja sæti fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar eins og áður.

Þetta tekur semsagt gildi á næsta ári, KA fer til dæmis í forkeppni Sambandsdeildarinnar í ár sem bikarmeistarar síðasta árs.

Englendingar geta líka glaðst yfir niðurstöðu vikunnar því enska úrvalsdeildin er nú örugg með fimm Meistaradeildarsæti. Í raun gætu sjö ensk lið alls endað í Meistaradeildinni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner