Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   fös 14. mars 2025 14:25
Elvar Geir Magnússon
Noregsmeistararnir vilja Loga sem er líka orðaður við QPR
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Noregsmeistararnir í Bodö/Glimt vilja fá íslenska landsliðsbakvörðinn Loga Tómasson. Logi sem er 24 ára leikur fyrir Strömsgodset.

Strömsgodset er með háan verðmiða á Loga og hefur verðmiðinn meðal annars fælt Brann frá, liðið sem Freyr Alexandersson þjálfar.

Nettavisen segir að Bodö/Glimt hafi sett sig í samband við Strömsgodset vegna Loga.

Félagaskiptafréttamaðurinn Orri Rafn Sigurðarson segir á X samfélagsmiðlinum að QPR, sem leikur í ensku Championship-deildinni, hafi mikinn áhuga á að fá Loga til sín í sumar.

Sagt er að Logi vilji helst að næsta skref sitt í boltanum verði utan Noregs. Íþróttastjóri Strömsgodset ku hafa sagt á stuðningsmannakvöldi að Logi yrði seldur á næstu mánuðum.

Logi er eini náttúrulegi vinstri bakvörðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er að fara að mæta Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner