Noregsmeistararnir í Bodö/Glimt vilja fá íslenska landsliðsbakvörðinn Loga Tómasson. Logi sem er 24 ára leikur fyrir Strömsgodset.
Strömsgodset er með háan verðmiða á Loga og hefur verðmiðinn meðal annars fælt Brann frá, liðið sem Freyr Alexandersson þjálfar.
Nettavisen segir að Bodö/Glimt hafi sett sig í samband við Strömsgodset vegna Loga.
Strömsgodset er með háan verðmiða á Loga og hefur verðmiðinn meðal annars fælt Brann frá, liðið sem Freyr Alexandersson þjálfar.
Nettavisen segir að Bodö/Glimt hafi sett sig í samband við Strömsgodset vegna Loga.
Félagaskiptafréttamaðurinn Orri Rafn Sigurðarson segir á X samfélagsmiðlinum að QPR, sem leikur í ensku Championship-deildinni, hafi mikinn áhuga á að fá Loga til sín í sumar.
Sagt er að Logi vilji helst að næsta skref sitt í boltanum verði utan Noregs. Íþróttastjóri Strömsgodset ku hafa sagt á stuðningsmannakvöldi að Logi yrði seldur á næstu mánuðum.
Logi er eini náttúrulegi vinstri bakvörðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er að fara að mæta Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
???????????? Bodøværingene er også i dialog med Strømsgodset om en potensiell overgang for Logi Tomasson, erfarer Nettavisen. [@NettavisenSport] https://t.co/980h7yfyfM pic.twitter.com/2bMjyJUB5d
— GlimtRapport (@GlimtRapport) March 13, 2025
Líkt og norskir miðlar hafa nefnt eru Bodo/Glimt að pota í Loga Tómasson.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) March 14, 2025
Brann vilja ekki borga uppsetta upphæð.
Leikmaðurinn er spenntari fyrir move-i utan Noregs. En enska félagið QPR hefur mikinn áhuga á leikmanninum og vilja fá hann í sínar raðir í sumar. pic.twitter.com/6OO0VFqarX
Athugasemdir