Sara Björk Gunnarsdóttir var fyrirliði Al-Qadsiah í kvöld þegar liðið heimsótti Al-Shabab í sádí arabísku deildinni.
Al-Qadsiah var í 4. sæti fyrir leikinn en gat stokkið upp í 3. sætið, upp fyrir Al-Shabab með sigri.
Staðan var jöfn í hálfleik en Al-Qadsiah bætti við þremur mörkum í seinni hálfleik. Lokatölur 4-1.
Al-Qadsiah er með 29 stig, stigi á undan Al-Shabab en það er langt í topplið Al-Nassr og Al-Ahli. Al-Nassr er með 48 stig og Al-Ahli með 37 stig.
???????? ??????? ????? ????#??????_???????? | #??????_???????_??????? pic.twitter.com/PYwoRmztCh
— ????? ???????? | AlQadsiah Ladies (@QadsiahWFC) March 14, 2025
Athugasemdir