Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   fös 14. mars 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sara Björk fyrirliði í sterkum sigri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir var fyrirliði Al-Qadsiah í kvöld þegar liðið heimsótti Al-Shabab í sádí arabísku deildinni.

Al-Qadsiah var í 4. sæti fyrir leikinn en gat stokkið upp í 3. sætið, upp fyrir Al-Shabab með sigri.

Staðan var jöfn í hálfleik en Al-Qadsiah bætti við þremur mörkum í seinni hálfleik. Lokatölur 4-1.

Al-Qadsiah er með 29 stig, stigi á undan Al-Shabab en það er langt í topplið Al-Nassr og Al-Ahli. Al-Nassr er með 48 stig og Al-Ahli með 37 stig.


Athugasemdir
banner