Sóknarmaðurinn Ollie Watkins átti mjög svo góða innkomu þegar Aston Villa vann 0-3 sigur gegn Southampton síðasta laugardag. Watkins kom inn af bekknum og skoraði ásamt því að vinna vítaspyrnu.
Watkins hefur svolítið verið á bekknum að undanförnu og aðeins byrjað einn af síðustu fimm leikjum Villa.
Watkins hefur svolítið verið á bekknum að undanförnu og aðeins byrjað einn af síðustu fimm leikjum Villa.
Hann viðurkenndi það eftir leikinn gegn Southampton að hann væri ekki sáttur með stöðu mála.
„Ég er ekki ánægður að sitja á bekknum," sagði Watkins.
„Það eru vonbrigði í hvert skipti sem ég er á bekknum en þetta er ákvörðun stjórans í lok dagsins."
Watkins er núna einu marki frá því að jafna met Gabby Agbonlahor yfir markahæstu leikmenn Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir