Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. júní 2019 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Nói lék allan leikinn - Bróðir Ribery á bekknum
Nói Snæhólm Ólafsson.
Nói Snæhólm Ólafsson.
Mynd: Frej
Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn þegar lið hans Syrianska vann 2-1 sigur gegn Jönköpings Södra í sænsku B-deildinni í kvöld.

Það skapaðist mikil dramatík undir lokin. Syrianska leiddi 1-0 nánast allan leikinn, en Jönköpings jafnaði á 89. mínútu. Sem betur fer fyrir Syrianska þá tókst þeim að svara strax og ná inn sigurmarki. Lokatölur 2-1.

Hinn 24 ára Nói er uppalinn í KR en hann lék þar þangað til á yngsta ári í 2. flokki. Hann hefur spilað í Svíþjóð síðan.

Á meðan Nói var í byrjunarliði og lék allan leikinn var Steeven Ribéry, yngri bróðir Franck Ribery á bekknum hjá Syrianska. Steeven leikur sem kantmaður og var eitt sinn á mála hjá Bayern München.

Með sigrinum í dag fer Syrianska upp í 13. sæti sænsku B-deildarinnar. Liðið er með 12 stig að loknum 13 leikjum.




Athugasemdir
banner
banner
banner