þri 14. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
40 ár frá einni eftirminnilegustu ljósmynd fótboltans
Þessi mynd er tekin úr sama leik en myndina sem um ræðir má finna í fréttinni
Þessi mynd er tekin úr sama leik en myndina sem um ræðir má finna í fréttinni
Mynd: Getty Images
40 ár eru liðin frá því ein frægasta ljósmynd fótboltans var birt í bandaríska tímaritinu Sports Illustrated.

Myndin sem um ræðir er af argentínsku goðsögninni Diego Maradona í leik með Argentínu gegn Belgíu á HM á Spáni árið 1982.

Þar er Maradona með boltann gegn sex leikmönnum belgíska landsliðsins en þetta átti eftir að verða ein þekktasta ljósmynd sögunnar.

Myndin er vissulega táknræn í ljósi þess hversu magnaður Maradona var og oftar en ekki gat hann spólað sig í gegnum varnir andstæðingana án þess að hafa eitthvað blása úr nös

Sjónarhornið á myndinni platar þó augað. Ossie Ardiles, sem lék þá með argentínska landsliðinu, tók aukaspyrnu stutt á Maradona og þegar hann tók við boltanum smellti Steve Powell, ljósmyndari Sports Illustrated, af og náði þessari mögnuðu mynd á filmu.

Leikmennirnir á myndinni stóðu allir í vegg fyrir aukaspyrnuna og voru þeir því ekki allir mættir til að umkringja Maradona, en engu að síður geggjuð mynd. Hana má sjá hér fyrir neðan sem og allt samhengið.




Athugasemdir
banner
banner
banner