Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 14. júní 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Jakob höfuðkúpubrotinn
Mynd: Atalanta
Birkir Jakob Jónsson er leikmaður Atalanta á Ítalíu. Hann spilaði með U17 liði félagsins í vetur eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki síðasta sumar.

Birkir varð fyrir því óláni á sunnudag að höfuðkúpubrotna í leik gegn unglingaliði AC Milan. Birkir lenti í samstuði við leikmann AC Milan, þeir skölluðu saman og liggja nú báðir á sjúkrahúsi og eru undir eftirliti.

Birkir sagði við Fótbolta.net í dag að hann vissi ekki hvenær hann fengi að fara af sjúkrahúsinu. Í dag fagnar sóknarmaðurinn sautján ára afmælisdegi sínum.

Aðspurður um tímabilið til þessa hafði Birkir eftirfarandi að segja: „Það er búið að ganga mjög vel, hef byrjað alla leiki þegar ég er heill en er búinn að vera óheppin með meiðsli þetta fyrsta ár. Ég er komin vel inn í hópinn og er á geggjuðum stað til að bæta mig. Finn mikið traust frá þjálfaranum og öllum í kringum liðið."

Birkir lék með yngri flokkum Fram en skipti yfir í Fylki þegar hann var á fjórtánda aldursári. Hjá Fylki var hann í eitt og hálft ár áður en hann gekk í raðir Breiðabliks í lok árs 2020 og var þar þangað til hann samdi við Atalanta.

Hann á að baki þrjá leiki fyrir U17 landslið Íslands.


Birkir í treyju Breiðabliks
Athugasemdir
banner
banner
banner