Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. júní 2022 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meira en sex klukkutímar án marks úr opnum leik
Harry Kane, fyrirliði Englands.
Harry Kane, fyrirliði Englands.
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, fær nú mikla gagnrýni fyrir spilamennsku síns liðs.

Englendingar voru niðurlægðir á heimavelli, þeir töpuðu 4-0 fyrir Ungverjalandi. England var mikið sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn en þeir voru hugmyndasnauðir í leik sínum á meðan Ungverjar spiluðu sem liðsheild.

Southgate þykir spila alltof leiðinlegan og neikvæðan fótbolta miðað við það hversu góða leikmenn hann er með.

Enska liðið hefur ekki spilað vel í síðustu leikjum og er núna ekki búið að skora mark úr opnum leik - það er að segja ekki úr föstu leikatriði - í meira en sex klukkutíma.

Það sannar það kannski að Southgate spili leiðinlegan fótbolta, en sá fótbolti hefur þó verið nokkuð árangursríkur á síðustu stórmótum.

Sjá einnig:
„Þegiði trúðarnir ykkar" - Versta tapið í 94 ár


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner