Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 14. júní 2024 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta tilboði Man Utd í Branthwaite líklega hafnað
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur lagt fram sitt fyrsta tilboð í miðvörðinn Jarrad Branthwaite en það er Daily Mail sem greinir frá þeim tíðindum.

Tilboðið er upp á 45 milljónir punda en því verður líklega hafnað af Everton.

Everton vill helst ekki selja 21 árs gamla miðvörðinn en það þarf ansi stórt tilboð til að það gerist. Fabrizio Romano segir að Everton sé að bíða eftir 65-70 milljón punda tilboði.

United er að stefna á það að gera Branthwaite að fyrstu kaupum sumarsins hjá félaginu en hann var að klára virkilega gott tímabil með Everton.

Jean-Clair Todibo hjá Nice og Mathijis de Ligt hjá Bayer München eru á meðal miðvarða sem hafa líka verið orðaðir við Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner