þri 14. júlí 2020 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Pasalic skoraði þrennu í stórsigri á Birki og félögum
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Atalanta
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Atalanta
Mynd: Getty Images
Atalanta 6 - 2 Brescia
1-0 Mario Pasalic ('2 )
1-1 Ernesto Torregrossa ('8 )
2-1 Marten de Roon ('25 )
3-1 Ruslan Malinovskiy ('28 )
4-1 Duvan Zapata ('30 )
5-1 Mario Pasalic ('55 )
6-1 Mario Pasalic ('58 )
6-2 Nikolas Spalek ('83 )

Atalanta kom sér upp í annað sæti ítölsku deildarinnar eftir 6-2 stórsigur á Brescia í kvöld.

Birkir Bjarnason hefur spilað mikið eftir að deildin fór aftur af stað eftir hlé en hann var í byrjunarliði Brescia í kvöld og lék allan leikinn á miðsvæðinu.

Mario Pasalic kom Atalanta yfir strax á 2. mínútu leiksins áður en Ernesto Torregrossa jafnaði metin sex mínútum síðar. Atalanta stýrði ferðinni eftir jöfnunarmark Brescia.

Marten De Roon kom Atalanta yfir á 25. mínútu og Ruslan Malinovskiy gerði þriðja markið þremur mínútum síðar. Duvan Zapata var næstur í röðinni en hann skoraði laglegt mark á 30. mínútu.

Staðan 4-1 í hálfleik. Pasalic skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleiks og kom Atalanta í 6-1. Nikolas Spalek klóraði aðeins í bakkann fyrir Brescia en lengra komust nýliðarnir ekki og lokatölur 6-2.

Brescia er níu stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar fimm leikir eru eftir og tímaspursmál hvenær liðið fellur niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner