Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sporting ætlar að kæra söluna á Joao Mario til Benfica
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Benfica gekk frá kaupum á Joao Mario í gær frá Inter. Portúgalinn var leystur undan samningi hjá Inter og gekk svo beint í raðir Benfica, fyrir 7,5 milljónir evra.

Það hljómar skringilega en er nákvæmlega það sem gerðist. Inter fór þessa leið til að losna undan ákvæði í kaupsamningi Joao Mario þegar hann fór frá Sporting til Inter 2016.

Sporting setti það ákvæði í kaupsamninginn að Inter mætti ekki selja leikmanninn aftur til Porto eða Benfica og hefur hótað að lögsækja Inter.

Bæði Sporting og Benfica vildu kaupa Joao Mario í sumar en Sporting bauð aðeins 5 milljónir, 2,5 milljónum minna heldur en Benfica.

Inter hafnaði boði Sporting en gat ekki samþykkt tilboð frá Benfica vegna ákvæðisins. Þá var leikmaðurinn einfaldlega leystur undan samningi og orðinn frjáls ferða sinna.

„FC Internazionale Milano hefur lesið yfirlýsinguna frá Sporting Clube de Portugal," segir í yfirlýsingu frá Inter.

„Ummælin eru ólíðandi, grafalvarleg og algjörlega skálduð. Internazionale mun gera allt í sínu valdi til að verja ímynd sína og orðspor."

En hvernig ætlar Benfica þá að borga? Félagið var orðað við Valentino Lazaro, kantmann Inter sem lék að láni hjá Newcastle, og gæti borgað 7,5 milljónum yfir umsamið verð.
Athugasemdir
banner
banner
banner