
„Mér fannst þetta ekki vera 3-0 tap í rauninni mér fannst við gefa 2 mörk og hefðum getað jafnað fyrir hálfleik. Frammistaðan hjá okkur í seinni hálfleik sérstaklega var mjög góð,hafði Dean Martin að segja svekktur eftir 3-0 tap gegn Gróttu fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 3 - 0 Selfoss
Dean Martin sagði að leikplanið hafði verið bara að vinna leikinn en það gekk ekki upp í dag.
Gary Martin og Hrovje Tokic voru ekki með í dag
„Já auðvitað söknum við góðra leikmanna og ég get ekki breytt því KSÍ veit það ég breyti ekki reglum vegna leikbanns. En við erum lið án Gary Martin en hann kemur til baka í næsta leik"
Fyrir leikinn var Selfoss í 2. sæti deildarinnar en nú eru þeir komnir niður í 4. sæti.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir