Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 14. júlí 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tók tíma að brjóta þá á bak aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er sáttur við sigurinn og sérstaklega sáttur við seinni hálfleikinn sem var öflugur og ég sagði það fyrir leikinn að þeir væru sýnd veiði en ekki gefin og það tók alveg tíma að bróta þá á bak aftur og auðvitað fengu þeir smá sjálfstraust með þessu marki sem þeir skoruðu en bara fínt að klára þetta svona sannfærandi" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á UE Santa Coloma í síðari viðureign liðanna í 1.umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Blikar lentu mjög óvæt undir með frábæru marki langt fyrir utan teig, var það mikið sjokk?

"Nei nei það er ekkert sjokk það er bara eins og það er, þú getur ekki haldið að þú farir í gegnum hvern einasta leik án þess að fá á þig mark, menn hafa áður fengið á sig mark og menn rífa sig bara upp. Mér fannst við svara því vel og mér fannst við spila betur í stöðunni 0-1 frekar en 0-0"

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð strembinn fyrir Blikana, hvað mátti betur fara þar?

"Við hefðum kannski mátt spila hraðar, spila meira fram á við og gera meiri árásir á varnarlínuna þeirra og ekki gefa þeim mörg tækifæri á að stilla sér upp í 4-4-2 varnarlega, vera bara aðeins fljótari að hlutunum og horfa eftir réttu svæðunum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn þannig þar sem við ráðumst í svæðin og spilum fram á við sem skorti smá í fyrri hluta fyrri hálfleiks en síðan var þetta bara flott"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni.

"Það er auðvitað bara stór leikur við töpuðum þar tvisvar í fyrra, okkur fannst við spila vel og skapa fullt af færum en við þurfum auðvitað að búast við hörkuleik, Keflavík er á miklu skriði búnir að spila vel undandarið og það er bara okkar að mæta þangað og vera klárir að spila eins og menn og leggja allt sem við eigum í þann leik og eitthvern veginn gleyma evrópu í smá tíma"

Í lokin langaði undirrituðum að spyrja hvort Óskar hefði áhuga að kaupa Kjartan Kára Halldórsson, leikmann Gróttu sem er 19 ára gamall og kominn með 12 mörk í 12 leikjum í Lengjudeildinni en Óskar þekkir hann auðvitað frá tíma sínum hjá Gróttu.

"Kjartan Kári er góður og efnilegur leikmaður en hann er ekki að koma í glugganum til okkar"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir