Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 14. júlí 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tók tíma að brjóta þá á bak aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er sáttur við sigurinn og sérstaklega sáttur við seinni hálfleikinn sem var öflugur og ég sagði það fyrir leikinn að þeir væru sýnd veiði en ekki gefin og það tók alveg tíma að bróta þá á bak aftur og auðvitað fengu þeir smá sjálfstraust með þessu marki sem þeir skoruðu en bara fínt að klára þetta svona sannfærandi" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á UE Santa Coloma í síðari viðureign liðanna í 1.umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Blikar lentu mjög óvæt undir með frábæru marki langt fyrir utan teig, var það mikið sjokk?

"Nei nei það er ekkert sjokk það er bara eins og það er, þú getur ekki haldið að þú farir í gegnum hvern einasta leik án þess að fá á þig mark, menn hafa áður fengið á sig mark og menn rífa sig bara upp. Mér fannst við svara því vel og mér fannst við spila betur í stöðunni 0-1 frekar en 0-0"

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð strembinn fyrir Blikana, hvað mátti betur fara þar?

"Við hefðum kannski mátt spila hraðar, spila meira fram á við og gera meiri árásir á varnarlínuna þeirra og ekki gefa þeim mörg tækifæri á að stilla sér upp í 4-4-2 varnarlega, vera bara aðeins fljótari að hlutunum og horfa eftir réttu svæðunum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn þannig þar sem við ráðumst í svæðin og spilum fram á við sem skorti smá í fyrri hluta fyrri hálfleiks en síðan var þetta bara flott"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni.

"Það er auðvitað bara stór leikur við töpuðum þar tvisvar í fyrra, okkur fannst við spila vel og skapa fullt af færum en við þurfum auðvitað að búast við hörkuleik, Keflavík er á miklu skriði búnir að spila vel undandarið og það er bara okkar að mæta þangað og vera klárir að spila eins og menn og leggja allt sem við eigum í þann leik og eitthvern veginn gleyma evrópu í smá tíma"

Í lokin langaði undirrituðum að spyrja hvort Óskar hefði áhuga að kaupa Kjartan Kára Halldórsson, leikmann Gróttu sem er 19 ára gamall og kominn með 12 mörk í 12 leikjum í Lengjudeildinni en Óskar þekkir hann auðvitað frá tíma sínum hjá Gróttu.

"Kjartan Kári er góður og efnilegur leikmaður en hann er ekki að koma í glugganum til okkar"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner