Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 14. júlí 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tók tíma að brjóta þá á bak aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er sáttur við sigurinn og sérstaklega sáttur við seinni hálfleikinn sem var öflugur og ég sagði það fyrir leikinn að þeir væru sýnd veiði en ekki gefin og það tók alveg tíma að bróta þá á bak aftur og auðvitað fengu þeir smá sjálfstraust með þessu marki sem þeir skoruðu en bara fínt að klára þetta svona sannfærandi" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á UE Santa Coloma í síðari viðureign liðanna í 1.umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Blikar lentu mjög óvæt undir með frábæru marki langt fyrir utan teig, var það mikið sjokk?

"Nei nei það er ekkert sjokk það er bara eins og það er, þú getur ekki haldið að þú farir í gegnum hvern einasta leik án þess að fá á þig mark, menn hafa áður fengið á sig mark og menn rífa sig bara upp. Mér fannst við svara því vel og mér fannst við spila betur í stöðunni 0-1 frekar en 0-0"

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð strembinn fyrir Blikana, hvað mátti betur fara þar?

"Við hefðum kannski mátt spila hraðar, spila meira fram á við og gera meiri árásir á varnarlínuna þeirra og ekki gefa þeim mörg tækifæri á að stilla sér upp í 4-4-2 varnarlega, vera bara aðeins fljótari að hlutunum og horfa eftir réttu svæðunum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn þannig þar sem við ráðumst í svæðin og spilum fram á við sem skorti smá í fyrri hluta fyrri hálfleiks en síðan var þetta bara flott"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni.

"Það er auðvitað bara stór leikur við töpuðum þar tvisvar í fyrra, okkur fannst við spila vel og skapa fullt af færum en við þurfum auðvitað að búast við hörkuleik, Keflavík er á miklu skriði búnir að spila vel undandarið og það er bara okkar að mæta þangað og vera klárir að spila eins og menn og leggja allt sem við eigum í þann leik og eitthvern veginn gleyma evrópu í smá tíma"

Í lokin langaði undirrituðum að spyrja hvort Óskar hefði áhuga að kaupa Kjartan Kára Halldórsson, leikmann Gróttu sem er 19 ára gamall og kominn með 12 mörk í 12 leikjum í Lengjudeildinni en Óskar þekkir hann auðvitað frá tíma sínum hjá Gróttu.

"Kjartan Kári er góður og efnilegur leikmaður en hann er ekki að koma í glugganum til okkar"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir