Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 14. júlí 2022 21:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tók tíma að brjóta þá á bak aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er sáttur við sigurinn og sérstaklega sáttur við seinni hálfleikinn sem var öflugur og ég sagði það fyrir leikinn að þeir væru sýnd veiði en ekki gefin og það tók alveg tíma að bróta þá á bak aftur og auðvitað fengu þeir smá sjálfstraust með þessu marki sem þeir skoruðu en bara fínt að klára þetta svona sannfærandi" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á UE Santa Coloma í síðari viðureign liðanna í 1.umferð Sambandsdeildar Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Santa Coloma

Blikar lentu mjög óvæt undir með frábæru marki langt fyrir utan teig, var það mikið sjokk?

"Nei nei það er ekkert sjokk það er bara eins og það er, þú getur ekki haldið að þú farir í gegnum hvern einasta leik án þess að fá á þig mark, menn hafa áður fengið á sig mark og menn rífa sig bara upp. Mér fannst við svara því vel og mér fannst við spila betur í stöðunni 0-1 frekar en 0-0"

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð strembinn fyrir Blikana, hvað mátti betur fara þar?

"Við hefðum kannski mátt spila hraðar, spila meira fram á við og gera meiri árásir á varnarlínuna þeirra og ekki gefa þeim mörg tækifæri á að stilla sér upp í 4-4-2 varnarlega, vera bara aðeins fljótari að hlutunum og horfa eftir réttu svæðunum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn þannig þar sem við ráðumst í svæðin og spilum fram á við sem skorti smá í fyrri hluta fyrri hálfleiks en síðan var þetta bara flott"

Næsti leikur Blika er strax á sunnudaginn gegn Keflavík í Keflavík þar sem að Blikar töpuðu í bikarnum og í deildinni.

"Það er auðvitað bara stór leikur við töpuðum þar tvisvar í fyrra, okkur fannst við spila vel og skapa fullt af færum en við þurfum auðvitað að búast við hörkuleik, Keflavík er á miklu skriði búnir að spila vel undandarið og það er bara okkar að mæta þangað og vera klárir að spila eins og menn og leggja allt sem við eigum í þann leik og eitthvern veginn gleyma evrópu í smá tíma"

Í lokin langaði undirrituðum að spyrja hvort Óskar hefði áhuga að kaupa Kjartan Kára Halldórsson, leikmann Gróttu sem er 19 ára gamall og kominn með 12 mörk í 12 leikjum í Lengjudeildinni en Óskar þekkir hann auðvitað frá tíma sínum hjá Gróttu.

"Kjartan Kári er góður og efnilegur leikmaður en hann er ekki að koma í glugganum til okkar"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner