Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Stál í stál í Berlín
Mynd: EPA
Spánn 0 - 0 England
Lestu um leikinn

Staðan í leik Englands og Spánar er markalaus nú þegar hefur verið flautað til loka fyrri hálfleiks.

Leikurinn hefur meira og minna verið eign Spánverja. En það er allt eftir leikskipulagi Englendinga sem hafa legið aftur og leyft spænska liðinu að halda í boltann.

Spænska liðið hefur fengið nokkur hálf færi. Skalli framhjá markinu eftir hornspyrnu og þá kom John Stones til bjargar er Nico Williams reyndi skot.

Englendingar hafa nokkrum sinnum fengið að sækja hratt upp en ekki nýtt það nægilega vel. Besta færi þeirra átti Phil Foden er hann fékk boltann á fjærstöng eftir aukaspyrnu en boltinn beint á Unai Simon í markinu.

Vonandi að síðari hálfleikurinn verði skemmtilegri en sá fyrri.

Fótbolti.net er með beina textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner