„Tvö mörk, sigur, clean sheet og geggjuð ferð vestur. Við komum í gær og fórum á Bolafjallið. Við nýttum þetta eins og við gátum," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA sem skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri á Vestra í Bestu-deild karla í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 KA
„Það er erfitt að vera með vindinum því þá ertu smá desperate að fara fram á við. Mér fannst við ekki nógu klárir á boltann í fyrri hálfleik. Við hefðum geta fengið hættu á okkuru í bakið. Við hefðum geta nýtt þetta betur en sem betur fer krækti Viðar í víti og við fórum með 0-1 forystu inn í hálfleikinn."
„Í seinni hálfleik fannst mér við taka öll völd á vellinum og hefðum þess vegna geta unnið þetta stærra."
Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir um þegar KA fór að tefja í lok leiksins. Hann segist ekki kominn í fullt stand að nýju eftir veikindi en það komi með tímanum.
Athugasemdir