Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 14. júlí 2024 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nottingham Forest reynir við Milenkovic
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nottingham Forest er að reyna að krækja í serbneska miðvörðinn Nikola Milenkovic sem hefur verið einn besti varnarmaður Fiorentina undanfarin ár.

Milenkovic er 26 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Fiorentina síðustu sex ár, en hann á í heildina 263 leiki að baki fyrir félagið.

Hann er einnig lykilmaður í landsliði Serbíu og býr yfir mikilli leikreynslu og leiðtogahæfileikum.

Fiorentina er reiðubúið til að selja Milenkovic fyrir rétta upphæð eftir að félagið krækti í argentínska miðvörðinn Nicolas Valentini frá Boca Juniors á dögunum.

Milenkovic á þrjú ár eftir af samningi sínum við Fiorentina svo félagið mun ekki selja hann með neinum afslætti. Kaupverðið gæti numið um 20 til 30 milljónum evra.

Hjá Forest myndi Milenkovic berjast við Murillo og Willy Boly um sæti í byrjunarliðinu.

Forest er í leit að nýjum miðverði eftir söluna á Moussa Niakhaté til Lyon.
Athugasemdir
banner
banner
banner