Varamaðurinn Mikel Oyarzabal var hetja Spánverja er þeir unnu Evrópumótið í fjórða sinn í kvöld með 2-1 sigri á Englendingum í Berlín.
Lestu um leikinn: Spánn 2 - 1 England
Staðan var 1-1 þegar fjórar mínútur voru eftir. Oyarzabal, sem er leikmaður Real Sociedad, hafði komið inn á sem varamaður fyrir Alvaro Morata tuttugu mínútum áður.
Á 86. mínútu fékk Oyarzabal boltann, sendi hann út á Marc Cucurella sem kom með hárnákvæma sendingu inn í teiginn á Oyarzabal sem náði að renna honum framhjá Jordan Pickford í markinu.
Magnað augnablik sem kom Spánverjum í sögubækurnar en engin þjóð hefur unnið mótið oftar.
Mikel Oyarzabal kom Spánverjum aftur yfir á 85. mínútu leiksins. Eru Spánverjar að skrifa sig í sögubækurnar? ???????? pic.twitter.com/ZnkikLX4XB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Athugasemdir