Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   sun 14. júlí 2024 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið sem tryggði Spánverjum Evrópumeistaratitilinn
Mikel Oyarzabal trúði ekki sínum eigin augum
Mikel Oyarzabal trúði ekki sínum eigin augum
Mynd: Getty Images
Varamaðurinn Mikel Oyarzabal var hetja Spánverja er þeir unnu Evrópumótið í fjórða sinn í kvöld með 2-1 sigri á Englendingum í Berlín.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Staðan var 1-1 þegar fjórar mínútur voru eftir. Oyarzabal, sem er leikmaður Real Sociedad, hafði komið inn á sem varamaður fyrir Alvaro Morata tuttugu mínútum áður.

Á 86. mínútu fékk Oyarzabal boltann, sendi hann út á Marc Cucurella sem kom með hárnákvæma sendingu inn í teiginn á Oyarzabal sem náði að renna honum framhjá Jordan Pickford í markinu.

Magnað augnablik sem kom Spánverjum í sögubækurnar en engin þjóð hefur unnið mótið oftar.


Athugasemdir
banner
banner
banner