BÍ/Bolungarvík og Víkingur Ólafsvík mættust á Torfnesvelli á Ísafirði í kvöld. Leiknum lauk með 1-5 öruggum sigri gestanna.
Fótbolti.net fékk fyrirliða BÍ/Bolungarvíkur, Sigurgeir Gíslason í viðtal eftir leik og var hann að sjálfsögðu mjög óánægður með leik sinna manna.
Fótbolti.net fékk fyrirliða BÍ/Bolungarvíkur, Sigurgeir Gíslason í viðtal eftir leik og var hann að sjálfsögðu mjög óánægður með leik sinna manna.
„Menn skapa sér sína eigin lukku og við gerðum það bara ekki í dag. En svona er þetta bara búið að vera í allt sumar sko, annað hvort ganga hlutirnir ekki með okkur í leikjum eins og síðasta leik þar sem við stjórnuðum leiknum fullkomlega og þá er maður rekinn útaf og þá fáum við það í andlitið og svo núna fáum við sjálfa okkur bara í andlitið og gefum þeim mark á fyrstu mínútu, fyrstu tuttugu mínúturnar eru bara affroð og þeir komast í þrjú núll og leikurinn er bara búinn, menn eru búnir að hengja hausinn. „ Sagði Sigurgeir
Að því spurður hvort þeir ættu enn möguleika á að halda sér uppi sagði Sigurgeir:
„Já, alltaf séns, er það ekki þegar feita konan syngur? Er það ekki svoleiðis? Ég held það. Nei, nei, ekki fyrr en það er ljóst að við erum fallnir, þangað til höldum við náttúrulega áfram og gerum okkar besta, þó við gerðum það kannski ekki í dag.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir