Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 14. ágúst 2022 16:20
Aksentije Milisic
Einkunnir Forest og West Ham: Fjórir fá níu hjá Forest
Dean varði vítaspyrnu.
Dean varði vítaspyrnu.
Mynd: EPA

Nottingham Forest vann frábæran sigur á West Ham í dag í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Taiwo Awoniyi skoraði eina markið í leiknum en ótrúlegt er að meira hafi ekki verið skorað.

Bæði liðin fengu svo sannarlega tækifæri til að skora fleiri mörk og þá sérstaklega West Ham en liðið klúðraði vítaspyrnu, skaut tvisvar í slánna og einu sinni var bjargað á línu.

Einkunnirnar frá SkySports eru klárar en fjórir í liði heimamanna fá 9. Þeir Dean Henderson, sem varði vítaspyrnu, Lewis O'Brien, sem er valinn maður leiksins, Taiwo Awoniyi sem skoraði og Neco Williams.

Hæsta einkunn hjá West Ham var 7 en alls voru það sex leikmenn sem fengu sjöuna. 

Nottingham Forest: Henderson (9), Worrall (7), Niakhate (8), McKenna (8), Williams (9), O'Brien (9), Mangala (8), Toffolo (8), Lingard (7), Johnson (7), Awoniyi (9).

Varamenn: Cook (6), Surridge (6).

West Ham: Fabianski (7), Johnson (6), Cresswell (7), Zouma (7), Coufal (5), Rice (6), Soucek (6), Fornals (7), Antonio (6), Bowen (7), Benrahma (7).

Varamenn: Scamacca (6), Lanzini (6), Cornet (6).

Maður leiksins: Lewis O'Brien.


Athugasemdir
banner