Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. ágúst 2022 12:30
Aksentije Milisic
Heimild: Útvarpsþátturinn Fotbolti.net 
Segir að Arnar átti að fá tuttugu leikja bann - „Hann er bara kjáni fyrir mér”
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leiknum umtalaða.
Úr leiknum umtalaða.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var úrskurðaður í fimm leikja bann fyrir hegðun og framkomu sína í garð dómara í leik KA og KR fyrir tveimur vikum síðan.


Arnar fékk sjálfkrafa tveggja leikja bann vegna þess að þetta var hans annað rauða spjald í sumar. Arnar lét illum látum eftir að hann fékk rauða spjaldið og bættust því við þrír leikir til viðbótar í bannið. Að ölllum líkindum hefði Arnar einungis fengið þriggja leikja bann en vegna atviks daginn eftir endaði það í fimm leikja banni.

Arnar og Sveinn Arnarsson, sem var fjórði dómarinn í þessum tiltekna leik, hittust í KA heimilinu daginn eftir og þar fór eitthvað þeirra á milli sem endaði með því að Arnar rak Svein út úr húsi.

Það var umræða um þetta mál í Útvarpsþætti Fotbolta.net í gær þar sem Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson fóru yfir málið.

„Það á að dæma hann náttúrulega í tuttugu leikja bann, ég er algjörlega team Sveinn Arnarsson í þessu máli,” sagði Benedikt.

„Bottom line-ið í þessu er að Arnar Grétarsson fór langt yfir strikið. Það má ekki horfa framhjá því með því að tala um eitthvað annað, hvar þeir hittust, hvort það hafi verið bílaplan eða kaffistofa eða bílaverkstæði eða bakarí eða hvað það er. Arnar Grétarsson segir það bara sjálfur í viðtali við Þungavigtina í gær að hann hafi bara hegðað sér brjálæðislega illa,” sagði Elvar Geir.

Benedikt var ekki sáttur með hvað Arnar hafði að segja í viðtali við Þungavigtina um málið.

„Það er ein setning í því viðtali sem Arnar segir:„ Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum”.

„Ertu að grínast Arnar Grétarsson? Ég er svo hneykslaður á þessari setningu að mér finnst núna bara að Arnar Grétarsson er eiginlega bara kjáni fyrir mér. Ég trúði þessu ekki, að hann hafi sagt þetta,” hélt Benedikt áfram.

„Mér finnst svo skrítið, ef hann sér svona mikið eftir þessu, eini maðurinn sem þetta bitnar á er Sveinn Arnarsson. Afhverju er hann ekki búinn að slá á þráðinn til hans og biðja hann afsökunar?,” spyr Elvar.

„Ég vann með Svenna í nokkur ár, hann er í símaskránni. Hann hefur lent í aðeins stærri karakterum heldur en Arnari Grétarssyni og að Arnar sé svona lítill í sér og geti ekki hringt í hann og beðið hann bara auðmjúklega afsökunar er mér óskiljanlegt,” segir Benedikt.

„Eina sem ég tek út úr þessu er að Arnar Grétarsson kemur út eins og kjáni út úr þessu máli. Mér finnst orðspor hans hafa beðið gríðarlega hnekki."

Þá sagði Benedikt það að hann vilji ekki sjá Arnar Grétarsson hjá sínum mönnum í Val en Arnar hefur verið orðaður við Hlíðarendafélagið.

KA verður í eldlínunni í dag en liðið fær ÍA í heimsókn á Greifavöllinn. Þetta verður leikur númer tvö hjá Arnari í leikbanni.

Sjá einnig:
Arnar segist hafa „hagað sé gríðarlega illa“ - Rak dómarann úr KA-heimilinu
Sveinn með yfirlýsingu: Alrangt að ég hafi verið að strá salti í sár


Útvarpsþátturinn - Liðin sem hafa breytt leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner