Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. september 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ömurlegar móttökur fyrir Neymar - „Allir leikir útileikir"
Það var baulað á Neymar við hvert tækifæri, en hann skoraði sigurmarkið í leiknum.
Það var baulað á Neymar við hvert tækifæri, en hann skoraði sigurmarkið í leiknum.
Mynd: Getty Images
Neymar spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag er Paris Saint-Germain fékk Strasbourg í heimsókn í frönsku úrvalsdeildinni. Hann byrjaði inn á og baulaði stór hluti stuðningsmanna á hann.

Neymar skoraði sigurmark PSG í uppbótartíma leiksins og svaraði þannig ósáttum stuðningsmönnum.

Brasilíska stórstjarnan hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í sumar. Hann vildi fara aftur til Barcelona en samningar náðust ekki tímanlega og því er hann áfram leikmaður PSG.

Hann fékk erfiðar móttökur í dag. Stuðningsmenn bauluðu á hann við hvert tækifæri á meðan aðrir leikmenn fengu góðan stuðning.

Ef svo vildi til að Neymar liti upp í stúku þá hefði hann séð óvingjarnleg skilaboð.

„Neymar eldri, seldu son þinn í Vila Mimosa," stóð á einum borðanum í stúkunni og var þá verið að vísa til vændishverfis í Rio de Janeiro í Brasilíu, heimalandi Neymar.

„20 milljónir evra til þess að fara til Messi, engar fleiri hórur í París," stóð á öðrum borðanum á vellinum. Sagt er að Neymar hafi sjálfur boðist til að borga 20 milljónir evra til þess að komast til Barcelona. Það gekk þó ekki eftir.

„Ég skil stuðningsmennina og veit að þetta var erfitt fyrir þá," sagði Neymar í viðtali eftir leik. „En frá og með þessum tímapunkti er ég leikmaður PSG. Ég er ekki með sérstök skilaboð til stuðningsmanna, ég er vanur því að það sé baulað á mig. Núna eru allir leikir eins og útileikir fyrir mig. Ég hef ekkert á móti stuðningsmönnunum."

„Það vita allir að ég vildi fara. Ég vil ekki fara í smáatriði. Ég er samt leikmaður PSG og ég mun gefa allt mitt á vellinum."

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Stórkostlegt sigurmark Neymar í uppbótartíma
Athugasemdir
banner
banner