Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. september 2021 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
Ætla að ráða nýjan þjálfara fyrir riðlakeppnina
Blikar fögnuðu sæti í riðlakeppninni með sigri á fimmtudag.
Blikar fögnuðu sæti í riðlakeppninni með sigri á fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til að ráða nýjan þjálfara áður en keppni hefst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Þetta staðfesti Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í samtali við mbl.is

Framundan hjá Breiðabliki er bikarúrslitaleikur þann 1. október og svo er heimaleikur gegn PSG þann 6. október.

Vilhjálmur Kári Haraldsson er þjálfari liðsins en hafði tilkynnt að hann yrði ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili.

„Samn­ing­ur Vil­hjálms renn­ur út eft­ir bikar­úr­slita­leik­inn 1. októ­ber en hann mun verða okk­ur til halds og traust þegar kem­ur að leikj­um liðsins í riðlakeppn­inni,“ sagði Ey­steinn í sam­tali við mbl.is.

„Nýr þjálf­ari verður ráðinn inn á næst­unni og mun það koma fljót­lega í ljós hvenær sá þjálf­ari tek­ur form­lega við,“ bætti Ey­steinn við í sam­tali við mbl.is.

Vilhjálmur ræddi í gær við Fótbolta.net um framtíð sína sem þjálfari Breiðabliks.

Viðtalið við Vilhjálm:
Verður Villi þjálfari Breiðabliks í Meistaradeildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner