Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 14. september 2024 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: ÍBV meistari og ÍR í umspil þrátt fyrir tap - Njarðvík situr eftir
Lengjudeildin
ÍBV er Lengjudeildarmeistari.
ÍBV er Lengjudeildarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍR fór í umspil en Njarðvík situr eftir.
ÍR fór í umspil en Njarðvík situr eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Kári skoraði fyrir Aftureldingu.
Elmar Kári skoraði fyrir Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í Lengjudeildinni fór fram í dag þar sem barist var um toppsætið og tvö sæti í umspilinu.

Niðurstaðan varð sú að ÍBV vinnur deildina og fer beint upp í Bestu deildina. Keflavík, Fjölnir, Afturelding og ÍR fara i umspilið. Keflavík og ÍR mætast í undanúrslitum og Fjölnir mætir Aftureldingu.

ÍBV gerði jafntefli gegn Leikni í Breiðholti þar sem ÍBV jafnaði í uppbótartíma. Fjölnir, sem gat náð toppsætinu, missteig sig og jafnteflið dugði því Eyjamönnum. Keflavík valtaði yfir Fjölni og skaut sér með því upp fyrir Fjölni og í 2. sætið. Keflavík og ÍBV enda með jafnmörg stig en ÍBV er með betri markatölu.

Afturelding lagði ÍR í Mosfellsbænum og tryggði sér 4. sætið í deildinni. ÍR þurfti því að treysta á að Njarðvík myndi ekki vinna Grindavík til að halda sér í umspilinu. Grindvíkingar gerðu ÍR-ingum greiða með því að koma til baka í Safamýri eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik. Kristófer Konráðsson sá um markaskorun Grindvíkinga og kom heimamönnum yfir. Njarðvík náði að jafna í uppbótartíma en það dugði ekki til.

Þá vann Þróttur útisigur á Dalvík og Þór vann útisigur á Seltjarnesi.

Grindavík 2 - 2 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck ('27 )
1-1 Kristófer Konráðsson ('56 )
2-1 Kristófer Konráðsson ('57 )
2-2 Marcello Deverlan Vicente ('94 )
Lestu um leikinn

Leiknir R. 1 - 1 ÍBV
1-0 Róbert Hauksson ('36 )
1-1 Vicente Rafael Valor Martínez ('94 , víti)
Rautt spjald: Davíð Júlían Jónsson, Leiknir R. ('93)
Lestu um leikinn

Keflavík 4 - 0 Fjölnir
1-0 Kári Sigfússon ('25 )
2-0 Mihael Mladen ('46 )
3-0 Ari Steinn Guðmundsson ('72 )
4-0 Rúnar Ingi Eysteinsson ('81 )
Lestu um leikinn

Afturelding 3 - 0 ÍR
1-0 Aron Jóhannsson ('21 )
2-0 Elmar Kári Enesson Cogic ('37 , víti)
3-0 Patrekur Orri Guðjónsson ('94 )
Lestu um leikinn

Grótta 1 - 2 Þór
0-1 Sverrir Páll Ingason ('33 )
0-2 Rafael Alexandre Romao Victor ('52 )
1-2 Axel Sigurðarson ('69 )
Lestu um leikinn

Dalvík/Reynir 2 - 5 Þróttur R.
0-1 Kári Kristjánsson ('15 , Mark úr víti)
0-2 Kári Kristjánsson ('29 )
1-2 Hassan Jalloh ('38 )
1-3 Aron Snær Ingason ('59 )
1-4 Viktor Andri Hafþórsson ('62 )
1-5 Viktor Andri Hafþórsson ('66 )
2-5 Hassan Jalloh ('76 )
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner