Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. október 2019 16:00
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Chelsea laskaðir eftir landsleikina
Kante var ekki með gegn Íslandi á föstudag.  Hér er hann í fyrri leiknum í mars.
Kante var ekki með gegn Íslandi á föstudag. Hér er hann í fyrri leiknum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur ekki fylgst ánægður með gangi mála í landsleikjahléinu en Andreas Christensen, N'Golo Kante, Mateo Kovacic og Reece James hafa allir orðið fyrir meiðslum þar.

Chelsea mætir Newcastle á laugardag en liðið á þétta leikjadagskrá framundan eftir það.

Kante meiddist í upphitun fyrir leik Frakklands gegn Íslandi á föstudaginn.

Christensen fór meiddur af velli í leik Danmerkur og Sviss í gær en hann er meiddur á nára. Það er afar slæmt fyrir vörn Chelsea því Antonio Rudiger er einnig á meiðslalistanum.

Mateo Kovacic fór af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli Króatíu og Wales í gær og þá þurftu bæði Reece James og Trevoh Chalobah að draga sig úr enska U21 hópnum á dögunum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner