mið 14. október 2020 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ein versta frammistaða sem ég hef séð hjá enskum landsliðsmanni"
Mynd: Getty Images
Við Íslendingar erum að spila á móti Belgíu í Þjóðadeildinni, en í sama riðli eigast við England og Danmörk á Wembley.

Staðan er 1-0 fyrir Danmörku í hálfleik en Christian Eriksen skoraði markið af vítapunktinum.

Englendingar eru að spila tíu gegn 11 eftir að varnarmaðurinn Harry Maguire fékk að líta sitt annað gula spjald. Maguire var vikið af velli á 35. mínútu.

Maguire fær að heyra það á samfélagsmiðlum. Oliver Kay, blaðamaður The Athletic skrifar á Twitter: „Frammistaða Harry Maguire er ein sú versta sem ég hef séð hjá landsliðsmanni Englands. Hræðilega lélegt."

Maguire hefur átt afar slakt tímabil með Man Utd til þessa, en Kay kemur inn á það að leikmaðurinn þurfi frí eftir það sem gerðist í Grikklandi í sumar. Hann var þar handtekinn og dæmdur fyrir líkamsárás og að reyna að múta lögregluþjónum.

Sjá einnig:
Maguire segir sig, fjölskyldu og vini fórnarlömb ef eitthvað er
Athugasemdir
banner
banner
banner