Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. október 2020 21:02
Magnús Már Einarsson
Lukaku: Þetta var mjög erfiður leikur
Icelandair
Lukaku í baráttunni við Hólmar Örn Eyjólfsson í kvöld.
Lukaku í baráttunni við Hólmar Örn Eyjólfsson í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfiður leikur samanborið við leikinn fyrir tveimur árum," sagði Romelu Lukaku, framherji Belga, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lukaku skoraði bæði mörk Belga í kvöld en hann skoraði einnig tvö mörk í 3-0 sigri gegn Íslandi á Laugardalsvelli fyrir tveimur árum.

„Þeir spiluðu í öðru leikkerfi. Við bjuggumst við þeim í 4-4-2 en þeir spiluðu 5-3-2 og þá var erfiðara fyrir okkur að skapa færi. Þeir voru líka hættulegir með langa bolta og tvo framherja. Þetta var erfiður leikur en við unnum."

Henry Birgir Gunnarsson spurði Lukaku hvort að Belgar hafi vanmetið íslenska liðið? „Nei nei. Við vanmetum ekki nein lið. Við sýnum öllum liðum virðingu. Öll liðin í riðlinum í Þjóðadeildinni eru erfið. Við sáum leikinn þeirra gegn Englandi, við sáum síðasta leik þeirra og leikinn í Brussel þar sem þeir skoruðu snemma."

Lukaku hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum gegn íslenska landsliðinu. Síðara mark hans í kvöld kom úr vítaspyrnu eftir baráttu við Hólmar Örn Eyjólfsson.

„Hann snerti hægri fótinn minn. Boltinn fór út af en hann fór í fótinn minn," sagði Lukaku við Stöð 2 Sportum vítaspyrnudóminn.
Athugasemdir
banner
banner