Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 14. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Mount: Ég og Grealish getum spilað saman
Mason Mount (til vinstrí).
Mason Mount (til vinstrí).
Mynd: Getty Images
Mason Mount, leikmaður Chelsea, segir að hann og Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, geti vel spilað saman í enska landsliðinu.

Grealish lagði upp mark og var frábær í 3-0 sigri Englendinga á Wales í síðustu viku.

Í sigrinum á Belgum á sunnudag var hann hins vegar tekinn út úr liðinu og Mount tók stöðu hans. Mount skoraði fyrir England í leiknum en hann segir að það eigi að vera pláss fyrir bæði sig og Grealish í liðinu.

„Ég elska að horfa á hann (Grealish) spila. Það er frábært að vera í kringum hann. Við vitum hvað hann getur gert og hversu stórkostlegur leikmaður hann er," sagði Mount.

„Ég næ mjög vel saman við Jack. Hann er stórkostlegur leikmaður og við viljum spila saman."
Athugasemdir
banner
banner