Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. október 2020 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Arnar stýrði og tók þátt í upphitun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist óðum í leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Íslenska liðið hefur síðustu mínútur verið að hita upp fyrir leikinn á Laugardalsvelli.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, og aðrir starfsmenn íslenska landsliðsins voru settir í sóttkví í gær eftir að Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður landsliðsins, greindist með kórónuveiruna.

Erik og Freyr fylgjast með leiknum í kvöld úr glerbúri efst á Laugardalsvelli.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðs karla, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 landsliðs karla, stýra liðinu. Í upphitun brá Arnar sér í hlutverk Englendingsins Tom Joel, styrktar- og þolþjálfara landsliðsins sem sér vanalega um að hita leikmenn upp.

Meðfylgjandi eru myndir sem Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari Fótbolta.net, tók.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner