Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. október 2020 16:11
Elvar Geir Magnússon
Segir lið hrædd við að fara til Reykjavíkur
Höttur/Huginn í leik á Seltjarnarnesi.
Höttur/Huginn í leik á Seltjarnarnesi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur/Huginn, Einherji og Fjarðabyggð hafa sent erindi á stjórn KSÍ um að hætta keppni í neðri deildunum. Þetta kemur fram á austurfrett.is.

Guðmundur Björnsson Hafþórsson, formaður Hattar/Hugins, segir að fleiri landsbyggðarlið hafi sent sambærileg erindi.

„Við getum klárað mótið með ungum leikmönnun en það er engin óskastaða. Við sjáum hins vegar ekki að það séu aðrir kostir í stöðunni en að hætta. Það vill enginn vera fótboltamaðurinn sem fer til Reykjavíkur, nær í smit þar og ber hana á sitt heimasvæði, þar sem lítið eða ekkert er um smit. Það á ekki bara við Austfjarðaliðin því lið af fleiri landssvæðum eru hrædd við að fara til Reykjavíkur," segir Guðmundur.

Karlalið Hattar/Hugins er í fallbaráttu í þriðju deild en hefur samt sem áður losað sig við erlenda leikmenn.

„Það var ekkert annað í boði fyrir okkur til að komast af. Við drögum ekki milljón upp úr vasanum eins og ekkert sé í lok tímabils," segir Guðmundur en viðtalið við hann er í heild á austurfrétt.is.
Athugasemdir
banner