Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Eitt versta tap ferilsins
Mynd: EPA
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland mátti þola eitt stærsta tap á atvinnumannaferli sínum er Noregur tapaði fyrir Austurríki, 5-1, í Þjóðadeildinni í gær.

Haaland var fremsti maður hjá Norðmönnum en náði sér ekki á strik frekar en aðrir í liðinu.

Tapið var eitt af þeim stærstu á ferli hans. Þrisvar sinnum hefur hann tapað 4-0, tvisvar með Borussia Dortmund og einu sinni með Molde, og þá var hann í liði Dortmund sem tapaði 4-1 fyrir Leipzig fyrir tveimur árum.

Þetta var þó langt í frá stærsta tapið sem hann hefur upplifað ef yngri flokkarnir eru teknir með en árið 2014 var hann í U14 ára liði Bryne sem tapaði fyrir Viking, 15-1.

Noregur er þrátt fyrir þetta tap áfram á toppnum í riðli sínum í B-deildinni en liðið er með 7 stig eins og Austurríki sem er í öðru sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner