Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mán 14. október 2024 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn: Pabbi heilaþvoði mig á góðan hátt
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, telur að það hafi hjálpað sér að faðir hans sé Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn fremsti fótboltaþjálfari Íslands. Þeir ræða mikið saman um fótbolta og hafa ætíð gert.

„Maður tók alveg eftir því þegar maður var 13 ára að maður var kominn með óvenjulegan fótboltaheila," sagði Orri Steinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Hann var búinn að heilaþvo mig á góðan hátt. Það er eitthvað sem ég nýtti mér, að taka hluti frá honum. Þegar ég var 13 ára kom ég upp í meistaraflokk og var skrefi á undan leikmönnunum."

Orri Steinn var ungur byrjaður að spila með meistaraflokki Gróttu en hann var nýverið keyptur til Real Sociedad á Spáni fyrir metfé. „Það er endalaust talað um fótbolta og þannig er það enn. Það er geggjað skemmtilegt," sagði Orri.
Útvarpsþátturinn - Landsliðshetjur og Toddi
Athugasemdir
banner
banner