Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Coman: Ég er ekki týpan sem skorar 40 mörk á tímabili
Kingsley Coman í leik með Bayern München
Kingsley Coman í leik með Bayern München
Mynd: Getty Images
Franski vængmaðurinn Kingsley Coman hefur ekki trú á því að hann eigi eftir að raða inn mörgum mörkum á hverju tímabili líkt og leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar.

Coman er 23 ára gamall og hefur skorað 28 mörk í 139 leikjum fyrir Bayern en hann hefur þá lagt upp 33 mörk og skapar urmul af færum fyrir liðsfélaga sína.

Hann segist ekki hafa trú á því að hann skori 30 mörk eða fleiri á tímabili.

„Ég hef verið að vinna í því að koma mér í færi og svo er ég að skapa mörg færi. Ég held að ég verði aldrei týpan sem skorar 30, 40 eða 50 mörk á tímabili. Ég er ekki með þetta drápseðli fyrir framan markið þó svo ég vinn fyrir því," sagði Coman.

„Ég elska að búa til mörk en ég veit að það er mikilvægt að skora þau líka. Ég er mjög strangur með þetta að gera."

„Ég vil hins vegar ná bæta met mitt yfir tímabil og skora meira en 12 mörk, það er markmiðið. Ég veit að tölfræði er mikilvæg en ég vil ekki breyta leikstílnum algerlega og vera alltaf í teignum. Ég er vængmaður og markmið mitt er fyrst og fremst að skapa færi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner