Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Danny Rose neitar að fara fyrr en samningurinn klárast
Mynd: Getty Images
Danny Rose, vinstri bakvörður Tottenham, segist ekki ætla að fara frá félaginu fyrr en samningur hans rennur út sumarið 2021. Í sumar vildi Tottenham selja Rose en hann fór meðal annars ekki með liðinu í æfingaferð til Asíu.

Rose hefur spilað ellefu leiki á þessu tímabili og hann segist ekki ætla að fara fet fyrr en samningur hans rennur út.

„Ég er búinn að segja að ég á 18 mánuði eftir af samningi mínum og ég ætla ekki að fara fet fyrr en samningnum lýkur," sagði Rose.

„Daniel Levy (formaður Tottenham) sagði við mig í sumar að ég fæ ekki nýjan samning hjá Tottenham. Það er í lagi. Ég virði það og við höldum áfram."

„Samningi mínum lýkur eftir 18 mánuði og ég ætla að fara frá félaginu þá. Fólk getur sparað sér tíma með því að gera eitthvað tilbúið með sölu í janúar því ég get sagt ykkur það; það mun ekki gerast. Ég veit hvað fólk var að reyna í sumar. Það voru engin tilboð. Það var kjaftæði."
Athugasemdir
banner
banner
banner