Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Football Manager má ekki nota nafn Juventus
Football Manager 2020 kemur út 19. nóvember
Football Manager 2020 kemur út 19. nóvember
Mynd: Heimasíða Football Manager
Ítalska félagið Juventus fær nýtt nafn í nýjustu seríunni af Football Manager tölvuleiknum en félagið mun bera nafnið Zebre.

Konami, framleiðandi tölvuleiksins Pro Evolution Soccer, gerði samning við Juventus á síðasta ári og keypti þar með sérstakan rétt á öllu sem við kemur félaginu.

Það kom því mörgum á óvart er EA Sports gaf út FIFA 20 í september en þar ber Juventus nafnið Piemonte Calcio.

Prufuútgáfa af Football Manager er nú aðgengileg öllum en þar fær Juventus heitið Zebre sem vísar í liti félagsins. Þá heitir heimavöllur þeirra Zebre-Stadium.

Spilarar þurfa þó ekki að örvænta því leikmennirnir halda sínum nöfnum líkt og í FIFA-leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner